Þýðing kjarasamnings á ensku

skrifað 22. jún 2018

Leiðsögn hefur ákveðið að láta þýða kjarasamning félagsins á ensku og leitar eftir tilboði í það verk. Þýða á samninginn án 5. kafla hans og án viðauka sem honum fylgja alls um 5.500 orð.

Hafi einhver félagsmaður hug á að taka að sér verkið er óskað eftir tilboði hans. Miða skal við verklok eigi síðar en 5. júlí. Stefnt er að því að taka ákvörðun um verkið nk. mánudag 25. júní.

Indriði H. Þorláksson formaður