Þolmörk ferðamannastaða

skrifað 07. mar 2014
Hraunfossar_2004

Í Fréttablaðinu 3. mars er greint frá fyrirhugaðri rannsókn á þolmörkum 8 vinsælla ferðamannastaða sem Anna Dóra Sæþórsdóttir dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands mun annast á vegum Ferðamálstofu. Rannsóknin á að standa yfir í 2 ár og taka til alls ársins. Þeir staðir sem hér um ræðir eru: Seltún við Krísuvík, Þingvellir, Hraunfossar í Borgarfirði, Djúpalónssandur á Snæfellsnesi, Geysir, Húsadalur í Þórsmörk, Sólheimajökull og Jökulsárlón. Í fréttinni segir að árlega heimsæki þessa staði um ein og hálf milljón ferðamanna. -/kj