Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar mun aukast

skrifað 04. des 2013
c=0,136,1200,552

Hagsjá Landsbankans greinir frá að vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu hefur verið mikill á síðustu árum og samfara því hefur þjóðhagslegt mikilvægi greinarinnar vaxið hratt. Ferðaþjónustan stóð lengi vel í skugganum af tveimur meginútflutningsstoðunum; áli og sjávarútvegi, en þessi staða hefur hins vegar breyst og í dag má segja að ferðaþjónustan standi a.m.k. jafnfætis hinum tveimur. Þjóðhagslegt mikilvægi hennar er því orðið verulegt og mun aukast frekar á næstu árum. Þessar niðurstöður er meðal þess sem lesa má úr Þjóðhag Hagfræðideildar Landsbankans sem kom út í gær. Í ritinu er gerð grein fyrir þjóðhagspá deildarinnar fyrir árin 2013 til 2016. Hagsjá þjóðhagslet mikilvægi ferðaþjónustunnar