Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár - Málþing

skrifað 21. mar 2014
jökulsárgljúfur

„Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár - Vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd.“ Vatnajökulsþjóðgarður, Norðurþing, Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Ferðamálstofa efna til málþings á Fosshótel Húsavík 3. apríl í tilefni af því að meira en 40 ár eru liðin síðan þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973. Dagskrá: 10.30 Hjalti Vignisson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, setur fundinn. 10.45 Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur, landvörður og fyrrum formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs flytur inngangserindi. 11.30 Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlandi eystra, fjallar um tækifæri tengd menningarminjum og sögulegri arfleifð. 12.00 Léttur hádegisverður í boði ráðstefnuhaldara. 13.00 Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, fjallar um tækifæri tengd heilsu og vellíðan. 13.35 Halldóra Gunnarssdóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustuklasans Norðuhjara, fjallar um tækifæri tengd ferðamennsku og byggðaþróun. 14.10 Rögnvaldur Ólafsson, fyrrv. forstöðumaður rannsóknarsetra HÍ, fjallar um tækifæri tengd náttúruminjum og lífríki. 14.45 Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.

Skráning hjá jona@atthing.is eigi síðar en 2. apríl.