Það er kominn gestur

skrifað 17. nóv 2014
saga_ferdathjonustunnar_forsida

Bókin „ Það er kominn gestur“ sem er um sögu ferðaþjónustu á Íslandi kom út 11. nóvember.
SAF gefur bókina út og eru höfundar verksins þær Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir, sem hafa unnið mikið við að skrá sögu atvinnulífsins. Í bókinni hafa þær kappkostað að gera frumkvöðlum í ferðaþjónustu skil.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styrkti útgáfu bókarinnar með myndarlegum hætti.

Allar nánari upplýsingar um bókina er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti (hjá) saf.is