Taxtar og taxtabreytingar til 2022

skrifað 13. júl 2019

Í þeim talnagögnum sem birt hafa verið með samningunum og í kynningu hans á félagsfundi var gerð grein fyrir upphafsbreytingum launataxta, þ.e. þeim hækkunum sem verða á árinu 2019. Kjarasamningurinn er til ársins 2022 og hækka mánaðarlaun samningsins um fasta krónutölu á hverju ári eftir 2019. Hækkunin er 24.000 kr. á árunum 2020 og 2021 og 25.000 kr. á árinu 2022. Eftirfarndi töflur sýna launataxta samningsins, mánaðarlaun og dagvinnutímakaup, eins og þeir verða á hverju ári í samanburði við núgildandi taxta.

Hækkun mánaðarlauna til loka samningstímans er fyrir flesta leiðsögumenn um og yfir 98.000 kr. á mánuði sem svarar til um og yfir 30% hækkun á samningstímanum

Þessi hækkun mánaðarlauna fæst með styttri dagvinnutíma en nú er, þ.e. 37,5 klst. á viku í stað 40 klst.. Áhrif af styttingu vinnuvikunnar koma ekki fram í mánaðarlaunataxtanum. Í töflunni yfir dagvinnutímalaunin koma þau hins vegar fram. Dagvinnulaunin hækka yfirleitt á bilinu 660 til 730 kr. á klst. á samningstímanum eða um 37 til 40%