Sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu

skrifað 02. okt 2015
Safnahúsið

Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson, sem mun taka á móti leiðsögumönnum í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu laust fyrir kl 16:00, þriðjudaginn 6. október nk.

Þessi sýning er grunnsýning á íslenskri list og sjónrænum menningararfi og býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleiðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti.
Þá er húsið sjálft mikil gersemi en helsti frumkvöðull að byggingu þess var Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands. Hann valdi danskan arkitekt, Johannes Magdahl Nielsen, til að teikna húsið. Nielsen teiknaði einnig eikarhúsgögnin í lestrarsalinn sem enn eru í húsinu. Hornsteinn hússins var lagður 23. september 1906, á ártíðardegi Snorra Sturlusonar. Á hann er letrað „Mennt er máttur?
Fræðslunefnd Félags leiðsögumanna stendur fyrir þessum viðburði.