Stytting á bótatímabili og mat á svartri atvinnustarfsemi

skrifað 10. nóv 2014
kaffihús Rvk

Á fundi miðstjórnar ASÍ 5. nóvember síðast liðinn var rætt um stöðu og afkomu fólks sem fullnýtt hefur sér bótarétt sinn og það fjárhagslega óöryggi og óvissu sem þeir einstaklingar búa við. Einnig voru áhrif boðaðrar styttingar á bótatímabili atvinnuleysisbóta rædd og alvarlegar afleiðingar þess fyrir fjölda atvinnuleitenda.
Einnig var velt upp spurningunni um möguleikann á því að leggja mat á umfang svartrar atvinnustarfsemi, ekki síst í ferðaþjónustu, og þjóðhagsleg áhrif hennar.