Störfum í ferðaþjónustu fjölgar stöðugt

skrifað 29. sep 2015
ferðamenn 5

Spá Greiningardeildar Arion banka gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 27,5% á árinu og að þeir verði tvær miljónir árið 2018. Greiningardeildin telur að það þurfi að flytja inn þúsundir starfsmanna til þess að mæta þessum fjölda ferðamanna. Að hluta til er það vegna þess að fáir Íslendingar mennta sig í ferðaþjónustutengdum greinum. Þau atriði sem skipta ferðaþjónustuna miklu máli á næstu árum eru gengi krónunnar, dreifing ferðamanna á landsvæði og árstíma og vinnuafl.