Stofnun og rekstur smáfyrirtækja í ferðaþjónustu

skrifað 16. jan 2015
Rvk

Í boði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er námskeiðið:

Stofnun og rekstur smáfyrirtækja í ferðaþjónustu - vinnustofa

Hvenær: 30.01.2015 - 28.02.2015 Snemmskráning til og með 20. janúar 2015

Þessi 30 klst. vinnustofa um stofnun og rekstur smáfyrirtækja skiptist í tvo hluta. Á námskeiðinu er fjallað um mótun viðskiptahugmyndar, greiningu á samkeppnisumhverfi, gerð viðskiptaáætlunar, skipulagingu og vinnslu bókhalds, helstu viðskiptaferla, sölu- og markaðsmál, rekstrarstjórnun, nýtingu upplýsinga við stjórnun, og fjármögnun. Vinnustofan á erindi til allra sem hafa hug á að stofna smáfyrirtæki og einnig þeirra sem eru með rekstur og vilja fá betri innsýn í ýmsa þætti er varða reksturinn. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.
Kennarar:
Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Ásmundur lauk embættisprófi í lögfræði árið 1981, var við framhaldsnám í lögfræði í Árósum í Danmörku1989/90 og í Lundi í Svíþjóð 1991/93, meðal annars í einstaklingsskattarétti, fyrirtækjaskattarétti og alþjóðlegum skattarétti. Gunnar Óskarsson, Ph.D. er doktor í viðskiptafræði með áherslu á nýsköpun og upplýsingatækni. Hann hefur kennt fjölda námskeiða fyrir stjórnendur fyrirtækja á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og víðar. Gunnar hefur víðtæka reynslu úr bókhaldi og fjármögnun. Hann hefur veitt fyrirtækjum ráðgjöf varðandi uppbyggingu bókhalds og aðstoðað þau við notkun upplýsinga úr bókhaldi við stjórnun. Nánari upplýsingar og skráning er á endurmenntun.is: