Stjórnstöð ferðamála tekur til starfa

skrifað 02. nóv 2015
Stjórnstöð ferðam

A síðunni ferðamalastefna.is kemur fram að Stjórnstöð ferðamála er tímabundið verkefni 2015 - 2020 til þess að styrkja grunnin í ferðamálum.
Stjórnstöð ferðamála mun fylgja eftir Vegvísi í ferðaþjónustu og fá til liðs við sig framkvæmdastjóra sem kallar eftir starfskröftum bæði hérlendis og erlendis til að leysa þau forgangsmál sem aðkallandi eru í ferðaþjónustu á Íslandi. Gert er ráð fyrir að Alþingi verði árlega gerð grein fyrir stöðu verkefna ferðamála, ásamt áherslum og forgangsröðun til framtíðar.
Helstu markmiðin eru: jákvæð upplifun ferðamanna, aukin arðsemi, aukin dreifing ferðamanna og jákvæð viðhorf til greinarinnar. Hvert markmið á sér lykilmælikvarða en vegna skorts ááreiðanlegum gögnum eru ekki sett fram töluleg gildi að þessu sinni. Ætlunin er að gagnaöflun verði forgangsmál á árinu 2016. Sjá nánar á ferdamal.is.