Stjórnstöð ferðamála

skrifað 06. okt 2015
stjornstod-300x177

Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar verður sett á lagg-irnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Stjórnstöðin sér til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitar-félög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.
Í Stjórn­stöðinni sitja Ragn­heiður Elín, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra og Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, fyr­ir hönd stjórn­valda. Grím­ur Sæ­mundsen, formaður Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, Þórður Garðars­son, vara­formaður, Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SAF og Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir Group og tveir fulltrúar sveitarfélaganna eiga þar einnig sæti.
Hörður Þór­halls­son, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri Acta­vis, hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðvar­inn­ar.