Staða og horfur á vinnumarkaði

skrifað 11. jan 2016
ASÍ fundur

Vinnumálastofnun kynnti 8. janúar úttekt stofnunarinnar ,, Staða og horfur á vinnumarkaði."

Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010 í 3,6% á árinu 2014 og um3% á árinu 2015. Hagvöxtur á fyrstu 9 mánuðum ársins 2015 var 4,5% skv. bráðabirgðauppgjöri Hagstofunnar (Hagstofan, 2015c) en það er nokkuð yfir spám fyrr á árinu. Almennt eru spár um hagvöxt næstu ár áþekkar í stórum dráttum þó einhver munur sé á milli ára. Þannig er í nýjustu Peningamálum Seðlabankans frá í nóvember (Seðlabanki Íslands) gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 4,6% árið 2015 og um 3,2% á árinu 2016 og í nýlegri hagspá ASÍ gert ráð fyrir um 4,3% hagvexti 2015 og4,1% í ár. (Alþýðusamband Íslands). Í ofangreindum spám kemur fram að þó hagvöxturinn byggi að nokkru leyti á aukinni einkaneyslu virðist sú aukning minni en aukning kaupmáttar þannig að sparnaður fer vaxandi. Þá er ekki síður mikilvægt að hagvöxturinn byggir einnig á aukinni atvinnuvegafjárfestingu líkt og fram kemur í greiningu bæði Seðlabankans og ASÍ.
Hér má smella á úttektina.