Rannsókn á starfi og starfskjörum leiðsögumanna

skrifað 29. apr 2016

Félag leiðsögumanna hefur í samstafi við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum látið gera rannsókn á starfi og starfskjörum leiðsögumanna sem og viðhorum til starfsemi Félagsins. 

Rannsóknin er í formi spurningakönnunar sem send verður á alla skráða fagfélagsmenn Félags leiðsögumanna á næstu dögum. Biðjum við félagsmenn um að taka könnuninni vel og svara henni fljótt þannig að skýr mynd fáist á niðurstöður hennar.

Þeir félagsmenn sem komnir eru með ný netföng eða vilja breyta þeim sem fyrir eru skráð eru beðnir um að senda skrifstofunni póst með upplýsingum á info@touristguide.is

Með fyrirfram þökkum 
Stjórn Félags leiðsögumanna