Skyndihjálparnámskeið - 2020

skrifað 08. jan 2020

Leiðsögn býður félagsmönnum sínum að sækja skyndihjálparnámskeið þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru alls fjögur. Þrjú þeirra verða haldin í Reykjavík og eitt á Akureyri. Námskeiðin eru til endurnýjunar á gildandi skyndihjálparskírteinum og eingöngu er nauðsynlegt að fara annað hvort ár á námskeið. Þar sem færri komast að en vilja biðjum við félagsmenn að sækja námskeiðin aðeins annað hvert ár.

Námskeiðstímar 2020 eru eftirfarandi:

Reykjavík

• Þri. 11. febrúar, kl. 18:30 - 22:30 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9.

• Þri. 18. febrúar, kl. 18:30 - 22:30 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9 (kennt á ensku).

• Þri. 25. febrúar, kl. 18:30 - 22:30 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9.

Akureyri • Þri. 11. febrúar, kl. 18:30 - 22:30 að Viðjulundi 2, Akureyri.

Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en NAUÐSYNLEGT er að skrá sig á námskeið. Lokað verður fyrir skráningar mánudaginn 27. janúar.

Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið. Vinsamlegast skráið ykkur á info@touristguide.is fyrir gefin tímamörk. Takið fram nafn, kennitölu og símanúmer ásamt dagsetningu námskeiðs og staðsetningu (Reykjavík eða Akureyri).