Vetrarsólstöðusamningur

skrifað 06. jan 2014
Karanefnd  hjá ASI Kári tók myndina

Kjarasamningurinn sem aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands undirrituðu 21.12.2013 við Samtök atvinnulífsins er svokallaður aðfarasamningur. Auk launabreyinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Vinna við undirbúning slíks langtímasamnings hefst strax í byrjun 2014. Með samningnum er tekin upp sú nýbreytni að gengið er frá sérstakri viðræðuáætlun sem unnið verður eftir með tímasettum markmiðum um framvindu. Aðildarsamtök ASÍ settu sér það markmið með nýjum kjarasamningi að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. Þessir kjarasamningar eru mikilvægt skref í þessari stefnumótum, þar sem tekist hefur að tryggja helstu markmiðin. Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 2014.