Skógarsafn leitar að safnaleiðsögumanni

skrifað 26. ágú 2019
skógarsafn logo

Starfið felst í leiðsögn erlendra ferðamannahópa um safnið og almennum skrifstofu- og afgreiðslustörfum utan háannatímans.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf á góðum vinnustað. Skógasafn, sem er með stærstu söfnum landsins, er fjölsótt byggða- og tækniminjasafn í fallegu umhverfi. Árið 2018 voru safngestir 52 þúsund.

Um er að ræða framtíðarstarf. Samkeppnishæf laun í boði og húsnæði á góðum kjörum fylgir starfinu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í byrjun september næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar má nálgast í gegnum netfangið museum@simnet.is