Skattsvik í ferðaþjónustu

skrifað 28. maí 2014
lundar

Undanfarin ár hefur mikil fjölgun orðið á komum erlendra ferðamanna til landsins. Á sama tíma hafa skatttekjur og útflutningstekjur á hvern ferðamann dregist saman. Ekki er hægt að útskýra þessa þróun með breyttum ferðavenjum eða samsetningu erlendra ferðamanna. Líklegt er að svört atvinnustarfsemi spili nokkurt hlutverk í þessari þróun.
Gera má ráð fyr­ir að frá ár­inu 2010 til og með 2013 hafi velta upp á rúma 17,5 millj­arða í gistiþjón­ustu á einn eða ann­an hátt ekki verið gef­in upp til virðis­auka­skatts. Skattafrávik eru enn meiri þegar kemur að sölu áfengis á krám, veitingastöðum og víðar. Uppgefin skattskyld velta af sölu áfengis sé 42 til 45 prósentum lægri en gera mætti ráð fyrir miðað við það áfengi sem staðirnir kaupa inn.
Fram kem­ur í skýrslu Rannsóknastofnunar atvinnulífsins á Bifröst sem unnin er af Árna Sverri Hafsteinssyni og Jóni Bjarna Steinssyni að al­gengt sé að ein­stak­ling­ar sem fái boð um störf í ferðaþjón­ustu geri þá kröfu að laun þeirra séu ekki gef­in upp til skatts.