Skattar á ferðaþjónustu hækka ekki

skrifað 14. nóv 2013
Ragnheiður Elín Árnad

Í fyrirlestri  sínum á markaðsdögum Icelandair lagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mikla áherslu á skattamál og sagði forsvarsmenn flugfélagsins ekki þurfa að hafa áhyggjur af hækkandi sköttum á flugfélög eða ferðaþjónustuna, heldur ætti frekar að búast við skattalækkunum.
Hún lagði áherslu á að þetta þetta væri tíminn til að koma öllum hugmyndum saman og vinna að framtíðarlausn á uppbyggingu ferðamannastaða þannig að þeir geti tekið við aukinni umferð.
sjá nánar á mbl.is