Seljaveitingar góð fyrirmynd

skrifað 04. jún 2014
Seljaveitingar

Hjá Seljaveitingum við Seljalandsfoss eru forráðamenn meðvitaðir um umhverfið. Ruslið er flokkað við þennan mjög svo snyrtilega söluvagn. Þetta er dæmi um að stærð fyrirtækis er ótengd umhverfisvitund forsvarsmanna þeirra.
Hrós til þeirra frá leiðsögumönnum almennt fyrir myndarskap og sérlega góða þjónustu.
Þessi tilkynning var send frá félagsmanni.