SAMGÖNGUÞING MARKAÐSSTOFU NORÐURLANDS

skrifað 18. nóv 2015
Markaðsstofa

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember 2015 í Hofi á Akureyri. Samgöngur eru forsenda fyrir uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi og grunnurinn að því að markmið um dreifingu ferðamanna náist.

Á samgönguþingi MN verður fjallað um samgöngur í víðu samhengi, á landi og flugsamgöngur. Fjölgun ferðamanna hefur verið hröð undanfarin ár sem hefur skapað mikil tækifæri. Aukinn fjöldi ferðamanna að sumri og vetri kallar á nýjar áherslur í samgöngumálum. Við hvetjum alla sem tengjast ferðaþjónustunni að mæta og ræða þau brýnu málefni sem verða tekin fyrir á fundinum.

Skráning á samgönguþing MN