Rútuflotinn að yngjast

skrifað 28. jan 2014
rúta

Meðalaldur hópbifreiða á skrá núna eru 15,9 ár samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Nokkur endurnýjun verður á hópferðabílaflotanum í ár líkt og fyrri ár en ekki lítur út fyrir stórkostlega fjölgun þrátt fyrir að það stefni í enn fleiri ferðamenn. Hjá Iceland Excursions er búið að ganga frá kaupum á þrettán hópferðabílum sem koma til afhendingar á þessu ári, frá janúar til maí. Hjá Kynnisferðum fengust þær upplýsingar að það væri í farvatninu að bæta eitthvað aðeins við rútuflotann í ár, en þar hafi flotinn meira verið endurnýjaður en stækkaður undanfarin ár. SBA-Norðurleið mun endurnýja sjö bíla á þessu ári og stækka flotann um einn til tvo. allgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snælands Grímssonar, segir að rútuflotinn sé heldur að yngjast en meðalaldurinn haldist nokkuð hár vegna eldri bíla sem eru t.d. notaðir í skólaakstur. sjá á mbl.is