Engin aldurstakmörk rútubílstjóra

skrifað 07. ágú 2014
Rúta

Engin aldurstakmörk gilda um rútubílstjóra. Samgöngustofa vill að þessu verði breytt. Umhugsunarefni sé að rýmri aldurstakmörk séu fyrir bílstjóra sem aka á erfiðari vegum og með fleiri farþega.

Eftir sjötugt verða leigubílstjórar að standast hæfnispróf til þess að geta haldið áfram að aka í atvinnuskyni og geta lengst haldið sínum réttindum til sjötíu og sex ára aldurs. Engar hömlur eru á því hve lengi rútubílstjórar mega aka en þó getur sýslumaður svipt þá ökuréttindum sem ekki þykja hæfir til aksturs. Þessu vill Samgöngustofu breyta segir Þórhildur Elínardóttir upplýsingafulltrúi. Sjá nánar á mbl.is