Rauði krossinn á Íslandi

skrifað 29. jan 2014
Rauði krossinn

Rauði krossinn bendir á að mikilvægt er að viðhalda þekkingunni með því að rifja reglulega upp helstu atriðin skyndihjálpar. Allir ættu að ná sér í skyndihjálparapp í símana sína , efst í hægra horninu á síðunni okkar skyndihjalp.is . Skyndihjálparapp Rauða krossins býður upp á kennslu í skyndihjálp á aðgengilegan hátt. Allar upplýsingar sem þú þarfnast í neyðartilvikum eru vistaðar í appinu, þannig getur þú nálgast upplýsingarnar hratt og örugglega án þess að vera í netsambandi , skyndihjálparapp Rauða krossins er frítt.

Á heimasíðu skyndihjálpar hjá Rauða krossinum má nálgast fjölbreytt efni s.s. krossapróf í skyndihjálp, leiðbeiningar um nær 100 atriði skyndihjálpar og veggspjöld og bæklinga. Á Youtube.com er hægt að horfa á ýmis gagnleg skyndihjálparmyndbönd t.d. frá breska Rauða krossinum og önnur áhugaverð myndbönd héðan og þaðan.