Landeigendur sjá landið drabbast niður

skrifað 01. júl 2014
Ragnheiður Elín 5

Í viðtali á RÚV segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki rétt að siga lögreglu á landeigendur. Hún hefur samúð með landeigendum sem sjá landið sitt drabbast niður vegna ágangs ferðamanna. Oft hafi ríkið friðlýst eða sett á náttúruminjaskrá land án þess að leggja til fjármagn til uppbyggingar. Heyra má viðtalið á ruv.is