Ragnheiður Elín heldur opna fundi um náttúrupassa

skrifað 06. jan 2015
Ragnheiður Elín lj

Á næstu dögum og vikum mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gera víðreist um landið til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum. „Af hverju náttúrupassi?“ er yfirskriftin á fundunum en á þeim mun Ragnheiður Elín fara yfir helstu atriðin varðandi náttúrupassann og svo taka við líflegar umræður og skoðanaskipti. Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og er fólk hvatt til að mæta.