Öskumælitæki

skrifað 06. nóv 2015
Öskumælingatæki

Sjálfvirkt mælitæki, sem mælir þykkt eldfjallaösku um leið og hún fellurr er meðal annars afrakstur Futurevolc verkefnisins. Íslenskir jarðvísindamenn hafa stýrt verkefninu. Íslenskir og erlendir vísindamenn komu að verkefninu ásamt fulltrúum lögreglu-, flugmála- og almannavarnayfirvalda auk ýmissa fyrirtækja.
Tækið mun nýtast næst þegar verður öskugos. það verður prófað næst þegar slíkt gos verður hér á landi. Það getur leitt til betri líkana, hvert askan fer og þar með hvaða áhrif hún hefur á flugumferð. Sjá nánar á ruv.is