Ormsstofa sýnir náttúrusögu Lagarfljóts

skrifað 24. feb 2014
Lagarfljót

Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði vilja að ferðmenn geti kynnt sér fljótið og áhrif þess á svæðið. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, segir hana vilja hampa Lagarfljótinu og því sem þar er að finna. „Meðal annars orminum í Lagarfljóti og þess vegna viljum við reyna að koma á fót því sem við höfum kallað í vinnunni Ormstofu, byggja upp rannsóknarstarf sem að tengist þá Lagarfljótinu. Það getur verið í rauninni á ótrúlega víðu sviði. Það getur verið á sviði vatnafars eða vistfræði, sögu, þjóðfræði og hinsvegar erum við að hugsa um einskonar sýningu nokkurskonar kynningu á Lagarfljótinu þá í þessum víða skilningi,“ Lagarfljót fellur um Fljótsdalshérað og er þriðja stærsta stöðuvatn landins, allt að 112 metra djúpt. Lagarfljótsbrú var lengi vel lengsta brú landsins, rúmir 300 metrar. Í fljótinu og við bakka þess býr mikil náttúra og setlög geyma 10 þúsund ára sögu veðurfars og jökla. Sjá nánar á ruv.is