Orðsending til félaga í LEIÐSÖGN sem starfa sem einyrkjar/verktakar

skrifað 06. nóv 2017

Leiðsögumenn, sem starfa sem verktakar við leiðsögn og eru einyrkjar, þ.e. hafa ekki aðra leiðsögumenn að störfum fyrir sig, geta verið félagar í Leiðsögn. Stjórn Leiðsagnar hefur samþykkt að greina stöðu þeirra og þau vandamál sem þessu fyrirkomulagi fylgir og koma með tillögur um það sem félagið gæti gert til úrbóta. Stjórnin ákvað jafnframt að óska eftir þáttöku félagsmanna í þessari vinnu.

Er hér með óskað eftir leiðsögumönnum/einyrkjum er áhuga hafa á og eru reiðubúnir til að vera í starfshópi um málefnið tilkynni það til skrifstofu félagsins gegnum netfangið info@touristguide.is fyrir 15. nóvember nk.