Opnað við Gullfoss en áfram lokað í Reykjadal

skrifað 17. apr 2018

Umhverfisstofnun hefur opnað neðri stíginn við Gullfoss, sem hefur verið lokaður í vetur vegna klaka og snjóa. Starfsmenn stofnunarinnar hreinsuðu lausagrjót af stígnum og löguðu þar til.
Þá hefur Umhverfisstofnun ákveðið að göngustígurinn inn í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði verði lokaður fram til 12. mai . Honum var lokað til bráðabirgða á dögunum vegna mikils ágangs, eftir að myndir Adolfs Inga ökuleiðsögumanns af svaðinu á stígnum birtust í fjölmiðlum. Unnið hefur verið að lagfæringum á stígnum, en vegna bleytu og því að klaki er að fara úr jörð, er ekki hægt að leyfa umferð um hann næstu vikur.