Nýtt skipulag við Landmannalaugar

skrifað 08. júl 2014
Landmanna

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í ársbyrjun Sveitarfélaginu Rangárþingi ytra styrk til að halda hugmyndasamkeppni um hönnun og skipulag fyrir Landmannalaugasvæðið.
Svæðið er innan Friðlands að Fjallabaki, um 1,7 km² og tekur yfir núverandi þjónustusvæði í Landmannalaugum og næsta nágrenni, allt frá Grænagili og norður að Norðurnámshrauni.

Á svæðinu er m.a. gert ráð fyrir að verði eftirfarandi:

• Aðstaða Umhverfisstofnunar og gestastofa • Gisti‐ og veitingaþjónusta • Aðstaða fyrir starfsfólk, landverði og aðra eftirlitsaðila • Aðstaða fyrir daggesti, samverustaður fyrir leiðsögufólk og hópa • Tjaldsvæði • Aðkomusvæði, bílastæði og rútustæði • Endurbætt stígakerfi og aðgengi fyrir hreyfihamlaða • Endurbætt aðstaða tengd náttúrulaug

Sjá nánar á ferdamalastofa.is