Suðurland landshlutakort

skrifað 31. ágú 2015
Suðurland kort

Í sumar var gefið út nýtt landshlutakort fyrir Suðurland. Að þessu sinni var ákveðið að gefa það út í nýju broti. Um er að ræða svokallað harmonikkubrot. Gefur það möguleika á að nota kortið að hluta og/eða í heild. Aftan á kortinu eru svo bæði öryggisupplýsingar til ferðamanna sem og upplýsingar um áhugaverða staði á Suðurlandi. Kortinu er dreift markvisst á upplýsingamiðstöðvar á landinu og er hægt að nálgast það þar, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Markaðsstofu Suðurlands. Hægt er að smella á kortið hér.