Nýtt embætti ferðamálaráðherra

skrifað 19. ágú 2014
Ásbjörn Björgvinsson

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, vill nýtt embætti ferðamálaráðherra í ljósi þess að ferðaþjónustan sé sú atvinnugrein sem skapi mestu gjaldeyristekjurnar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fer með málaflokkinn. Sjá nánar á mbl.is og ruv.is