Nýr vegur um hálendið

skrifað 05. nóv 2014
Hálendisvegur

Vegagerðin vinnur að mati á umhverfisáhrifum nýs uppbyggðs vegar um Sprengisand og Landsnet vinnur að umhverfismati fyrir ríflega 190 kílómetra háspennulínu um Sprengisand.
Samtök ferðaþjónustunnar leggjast gegn áformum Vegagerðarinnar og Landsnets um að leggja nýjan veg um Sprengisand og reisa háspennulínur.
Landsnet og Vegagerðin hafa auglýst tvo fundi um Sprengisandsáformin, sá fyrri var í Þingeyjarsveit og hinn á Hellu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa farið fram á að einnig verði kynningafundur í Reykjavík.
Sjá nánar á ruv.is