Nýr kjarasamningur

skrifað 24. mar 2014
ferðamenn á götu

Kjaranefnd Félags leiðsögumanna skrifaði undir samning við samninganefnd SA og SAF á föstudaginn var. Um er að ræða samning byggðan á þeim grunni er samið var um og samþykktur af öðrum félögum innan ASÍ. Einnig tókst kjaranefndinni að koma inn hækkunum á kostnaðarliði og að eingreiðslu yrði dreift á tímakaup.
Um er að ræða 2,8% hækkun á tímakaupi sem er sama hækkun og hjá öðrum félögum innan ASÍ. Að auki fá félagar 15 kr. hækkun á tímakaup í stað eingreiðslu, þá náðist einnig 14% hækkun á kostnaðarliði og 40% hækkun á símakostnað. Orlofs- og desemberuppbót hækkar eins og hjá öðrum, eða um samtals 32.300 kr. frá síðasta samningi. Samningsaðilar munu strax hefja viðræður um samning sem tekur við af þessum samningi. Verður núgildandi samningur þá tekinn til allsherjarendurskoðunar. Aðildarsamtök ASÍ settu sér það markmið með nýjum kjarasamningi að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. Þessir kjarasamningar eru mikilvægt skref í þessari stefnumótum þar sem tekist hefur að tryggja helstu markmiðin. Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 28. febrúar 2015. Félagsfundur verður haldinn til kynningar á þessum samningi á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 27. mars kl. 20:00. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn verður haldin dagana 27. mars til og með 3. apríl.

Stjórnin

IMG_6957