Breytingar í stjórn FL

skrifað 11. nóv 2016
Tourist Guide merki

Þær breytingar hafa orðið á stjórn Félags leiðsögumanna er að á fundi stjórnar félagsins, 8. nóvember 2016, var samþykkt að verða við ósk Örvars Más Kristinssonar um að fá að stíga til hliðar sem formaður félagsins.

Ástæðan er miklar annir hans við leiðsögumannsstörf. Varaformaður, Vilborg Anna Björnsdóttir, tekur því við sem formaður fram að næsta aðalfundi FL og Snorri Ingason tekur að sér starf varaformanns. Örvar situr áfram í stjórn FL, sem að öðru leyti er óbreytt, og stjórn er því fullmönnuð.