Nýútkomin bók: Gönguleiðir að Fjallabaki

skrifað 13. júl 2015
Gonguleidiraffjallabaki-175x321

Í vor gaf Forlagið út bókina Gönguleiðir að fjallabaki. Höfundur er Íris Marelsdóttir, sjúkraþjálfari og nýútskrifaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla MK. Hér er sagt frá tólf fjölbreyttum og spennandi gönguleiðum, birtar gagnlegar upplýsingar og kort með hverri þeirra. Bókin er uppskrift að helgardvöl á Syðra eða Nyrðra Fjallabaki og næsta nágrenni. Laugardagurinn nýttur vel til gönguferða og sunnudagsgangan aðeins styttri. Sagt er til um upphaf leiða, leiðarval, leiðarenda, gististaði og vegalengdir. Hæðaprófíll fylgir hverri leið, einnig sögubrot, vísur og heilræði. Fjöldi fallegra mynda prýða bókina eftir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara og Loga Halldórsson. Bókin kostar um 3500 kr. í flestum bókabúðum og er einnig fáanleg í verslunum Hagkaupa, Fjallakofanum og á skrifstofu Ferðafélags Íslands.