Notkun á eigin farsíma

skrifað 10. des 2019

Að gefnu tilefni þá viljum við hjá Leiðsögn minna á að atvinnurekanda ber að greiða Leiðsögumanni fyrir not á eigin síma samkvæmt kjarasamningi.

Í grein 4.3 segir:

4.3. Fjarskipti Ferðaskrifstofa tryggi að leiðsögumaður hafi aðgang að síma eða fjarskiptatæki í ferðum. Heimilt er að semja um afnot af einkasíma leiðsögumanns í ferðum eftir þörfum hverju sinni.