Norðursigling og Aurora Arktika í samstarf um ferðir í Jökulfjörðum

skrifað 10. ágú 2015
Norðursigling

Aurora Arktika hefur verið með skipulagðar skíða- og skútuferðir í Jökulfjörðum í 10 ár auk ævintýraferða við Vestfirði, til Jan Mayen og á austurströnd Grænlands. Norðursigling hefur boðið upp á sambærilegar ferðir í Eyjafirði undanfarin ár auk sívaxandi umsvifa í hvalaskoðun á Skjálfanda og í ævintýraferðum í Scoresbysundi á Grænlandi. Félögin hafa ákveðið að hefja formlega samvinnu um markaðsstarf og framkvæmd ferðanna í Jökulfjörðum.