Norðurljósamiðstöð á Kárhóli í Reykjadal

skrifað 29. jan 2015
Norðurljós

Kynntar verða tillögur að byggingu vísindamiðstöðvar þar sem stundaðar verða norðurljósarannsóknir í samstarfi við Kínverja á jörðinni Kárhóli í Reykjadal í Þingeyjarsveit á fundi sem verður á Breiðumýri n.k. þriðjudag 3. febrúar kl 17:00. Á Kárhóli er áætlað að verði vísindamiðstöð og gestastofa fyrir ferðamenn með upplýsingum og kynningum m.a. tengdum norðurljósum.