Norðurljós - Námskeið EHÍ

skrifað 11. sep 2017
1530_norðurljós___rafn_sig_

Á námskeiðinu verður fjallað um norðurljós og tilurð þeirra. Tæpt verður á sögulegum norðurljósaatburðum, fornum tilgátum og að lokum hvernig þekking á þeim smám saman jókst undir leiðarljósi vísindanna.

Fjallað verður um samspil sólar og sólvindsins við segulsvið jarðar og tíðni norðurljósa þannig tengd við virkni sólar. Einnig verður fjallað um gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Norðurljósin - sagnfræðileg framvinda þekkingar.
• Myndun norðurljósanna í háloftunum.
• Mælingar og rannsóknir sem stundaðar eru á ljósunum hér á landi.
• Norðurljósin sem áhugaverð fyrirbæri fyrir ferðamenn.
• Hvernig meta má hvort norðurljós verði sýnileg tiltekið kvöld(norðurljósaspár).
• Heppilega staði til að fylgjast með.

Ávinningur þinn:
• Yfirsýn á framvindu vísindalegrar þekkingar á norðurljósum.
• Skilningur á myndun norðurljósa.
• Þekking á sögu norðurljósarannsókna á Íslandi.
• Hæfni til þess að nýta norðurljósaspár og meta heppileg skilyrði.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað aðilum að Félagi leiðsögumanna.

Dags: Mán. 25. og þri. 26. sept. kl. 20:00 - 22:00
Kennsla: Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING