Nokkuð öruggt er að hvalir sjáist í hvalaskoðunarferðum

skrifað 18. júl 2013
250px-Minke

Hvalaskoðunarferðir hafa gengið vel í sumar og nokkuð öruggt er að hvalir sjáist í ferðum hér á landi. Eftirspurnin hefur verið dálítið upp og niður á suðurhorninu vegna veðursins. Fyrir norðan hefur gengið vel enda veðrið verið betra þar. Þegar gott er veður þá verður eftirspurn eftir hvalaskoðunarferðum mjög mikil.