Náttúrupassi gæti snúist upp í andhverfu sína

skrifað 08. apr 2015
Anna Dóra Sæþórsdóttir

Í fyrirlestri Önnu Dóru Sæþórsdóttur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags kom fram að líklegt er að ákveðinn hópur ferðamanna muni forðast gjaldtökustaði og leita annað. ,,Segjum að þetta væru 20% af gestum sem væri að forðast gjaldtökustaðina þá ertu búinn að færa 20% af álaginu á einhvern annan stað sem er ekki tilbúinn að taka á móti fólkinu,“ segir Anna Dóra.
Anna Dóra Sæþórsdóttir er landfræðingur og dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Hún er varadeildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar háskólans og formaður faghóps II í 3. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu. Hún hefur unnið að ýmsum rannsóknum á sviði ferðamála eins og t.d. á þolmörkum ferðamennsku, náttúruferðamennsku, ferðamennsku á hálendinu og víðernum og áhrifum virkjana á ferðamennsku.