Náttúrukort góður kostur

skrifað 10. sep 2013
breidafjordur

Besta leiðin til að rukka ferðamenn fyrir að sjá og upplifa íslenska náttúru er að koma á fót 30 daga náttúrukorti sem veitir aðgang að helstu ferðamannastöðum landsins.
Þetta kemur fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu.
Adam Swersky, sérfræðingur fyrirtækisins sagði að 30 daga kort væri æskileg lengd á korti fyrir ferðamenn, en að Íslendingar gætu keypt 5 ára kort, sem meðal annars væri hægt að borga fyrir í gegnum skattakerfið.
Nauðsynlegt er að láta Íslendinga borga fyrir slík kort líka til þess að mismuna fólki ekki og brjóta ekki gegn EES reglugerðum.
Sjá á mbl.is