Námskeið fyrir leiðsögumenn

skrifað 08. sep 2016
Rvk 3

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Félag leiðsögumanna býður félagsmönnum Félags leiðsögumanna uppá eftirfarandi námskeið nú á haustmánuðum.

Um er að ræða 3 námskeið

Íslenski hesturinn

Á námskeiðinu verður fjallað um uppruna og sögu íslenska hestsins, tilgang hans í samfélaginu í fortíð og nútíð, eiginleika, gangtegundir, frjósemi, uppvaxtarskilyrði, frístundahestinn, keppnishestinn og ímynd hestsins við Ísland og ferðamennsku.

Kennari: Hinrik Ólafsson, leiðsögumaður og hestamaður
Hvenær: Mið. 5. okt. kl. 19:15 - 22:15
Snemmskráning til og með 25. sept.

Á þjóðsagnaslóðum

Á námskeiðinu er fjallað um íslenska þjóðsagnahefð, tengsl hennar við tiltekin landsvæði og staði og gildi hennar fyrir samtímann. Lesið verður úrval af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum og valin sýnishorn íslenskra nútímabókmennta. Þá verður fjallað sérstaklega um hvernig myndlistarmenn hafa unnið með þennan sagnaarf á síðustu áratugum.

Kennari: Jón Karl Helgason, prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ
Hvenær: Mán. og mið. 10., 12. og 17. okt. kl. 20:15 - 22:15 (3x)
Snemmskráning til og með 30. sept.

Norðurljós

Á námskeiðinu verður fjallað um norðurljós og tilurð þeirra. Tæpt verður á sögulegum norðurljósaatburðum, fornum tilgátum og að lokum hvernig þekking á þeim smám saman jókst undir leiðarljósi vísindanna.

Kennari: Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur
Hvenær: Mið. 26. og fim. 27. okt. kl. 20:15 - 22:15
Snemmskráning til og með 16. okt.

Félagsmönnum bjóðast einnig sérkjör á eftirfarandi námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ

  • Undraheimur Þingvalla
  • Auglýstu á Facebook
  • Taktu hágæða myndir á iPhone og markaðsettu vöru þína og þjónustu
  • Listin að mynda norðurljós
  • Röddin sem atvinnutæki - áhrif umhverfis og leiðir til úrbóta
  • Brunasandur - Yngsta sveit á Íslandi
  • Uppruni Íslendinga og landnám Íslands

*Skráning fer fram á vef Endurmenntunar og þarf að taka fram félagsaðild í fag og/eða stéttarfélagi Félagi Leiðsögumanna í athugasemdareit *