Námskeið á vegum Björgunarskólans ætluð ferðaþjónustunni

skrifað 09. okt 2015
Björgunarskólinn

Samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu hefur verið undirritaður. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM - gæðakerfi ferðaþjónustunnar.
Sérstakur rýnihópur sem samanstóð af fulltrúum fyrirtækja innan SAF ásamt fulltrúum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Ferðamálastofu og VAKANUM hafa unnið að endurskoðun á tíu algengustu námskeiðunum á vegum Björgunarskólans með tilliti til ferðaþjónustunnar, m.a. með áherslu á forvarnir og öryggismál.
Námskeiðin eru:
- Fyrsta hjálp 1
- Rötun
- Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)
- Öryggi við sjó og vötn
- Sprungubjörgun
- Fjallamennska
- Ferðamennska
- Snjóflóð 1
- Straumvatnsbjörgun (SRT)
- GPS
Þrír starfsmenntasjóðir; Starfsafl, Landsmennt og SVS styrktu vinnu við endurskoðun á námsefni og svæði Björgunarskólans á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem nú er orðið aðgengilegra fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Sérstök afsláttarkjör bjóðast fyrirtækjum sem eru aðilar í Samtökum ferðaþjónustunnar og/eða í VAKANUM.

Sjá nánar á ferdamalastofa.is