Námskeið EHÍ í samstarfi við LEIÐSÖGN

skrifað 18. júl 2017
Endumenntun H

EHÍ býður í samstarfi við Félag leiðsögumanna uppá áhugaverð tvö námskeið fyrir leiðsögumenn nú á haustmisseri. Hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur námskeiðin og nýta ykkur snemmskráningar til að tryggja ykkur betri verð.

NORÐURLJÓS
Á námskeiðinu verður fjallað um norðurljós og tilurð þeirra. Tæpt verður á sögulegum norðurljósaatburðum, fornum tilgátum og að lokum hvernig þekking á þeim smám saman jókst undir leiðarljósi vísindanna.
Fjallað verður um samspil sólar og sólvindsins við segulsvið jarðar og tíðni norðurljósa þannig tengd við virkni sólar. Einnig verður fjallað um gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.
Kennsla: Snævarr Guðmundsson er náttúrulandfræðingur og með M.Sc. í jöklajarðfræði.
Snemmskráning til 15 sept
Nánar.....

VERKTAKI EÐA LAUNÞEGI
Á námskeiðinu er fjallað um það hvað felst í því að vera launþegi. Farið er yfir hvað felst í því að vera verktaki, einkum þó muninn á verktöku og launamennsku. Einnig er farið í gegnum skattalega þáttinn, þar sem gert verður grein fyrir því með útreikningsdæmum hvaða afleiðingar það getur haft að gera sig út sem verktaki ef maður er launþegi í raun.
Kennsla: Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Skattvís slf. og aðjúnkt í skattarétti við Viðskiptafræðideild HÍ.
Snemmskráning til 12 nóv
Nánar.....

Viljum einnig vekja athygli á öðrum áhugaverðum námskeiðum hjá EHÍ

UNDUR EYRBYGGJA SÖGU
Kennsla: Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ.
Aðstoðarkennarar eru Kolfinna Jónatansdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum og Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktor í íslenskum bókmenntun og stundakennari við HÍ.
Snemmskráning til 16 sept
Nánar.....

ÁÆTLANAGERÐ FYRIR LÍTIL OG MEÐALSTÓR FYRITÆKI
Kennsla: Haukur Skúlason, MBA og fjármálastjóri Móbergs
Snemmskráning til 13 Okt
Nánar.....

HVAÐ ER AÐ GERAST Í ELDSTÖÐVUM ÍSLANDS
Kennsla: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ.
Snemmskráning til 13 Okt
Nánar.....

FRANSKA FYRIR STARFSMENN Í FERÐAÞJÓNUSTU
Kennsla: Florent Gast, MA í frönskum kennslufræðum og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Alliance Française í Reykjavík.
Snemmskráning til 13 Okt
Nánar.....