Næstu námskeið EHÍ í samstarfi við LEIÐSÖGN

skrifað 18. okt 2017
EHÍ

EHÍ býður í samstarfi við Leiðsögn - Félag leiðsögumanna uppá áhugaverð námskeið fyrir leiðsögumenn nú í vetur. Hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur námskeiðin og nýta ykkur snemmskráningar til að tryggja ykkur betra verð.

Klikkið á nafn námskeiðis fyrir frekari upplýsingar.

VERKTAKI EÐA LAUNÞEGI

Námskeiðið skiptist í þrjá meginþætti. Í fyrsta þætti verður fjallað um það hvað felst í því að vera launþegi. Í öðrum þætti er rætt um hvað felst í því að vera verktaki, einkum þó muninn á verktöku og launamennsku. Þriðji þátturinn er skattalegur.
SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 12. NÓVEMBER

LÍFSBJÖRG OG LYSTISEMDIR ÍSLENSKRAR MATARHEFÐAR, Í HVERJU FELST HÚN?

Farið verður yfir íslenska matarsögu frá landnámi til nútíma. Talað verður um hvernig matarvenjur byrjuðu að breytast og mótast þegar við landnám eða á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og um veislur og matföng á Sturlungaöld og miðöldum.
SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 13. NÓVEMBER

JÖKLA- OG LOFTSLAGSBREYTINGAR Á ÍSLANDI

Á námskeiðinu verður farið yfir þær breytingar sem hafa orðið á jöklum landsins vegna hlýnandi loftslags og fjallað um hvaða þættir hafa mest áhrif á vöxt og viðgang þeirra.
SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 5. MARS