Áhugaverð námskeið EHÍ í samstarfi við LEIÐSÖGN

skrifað 14. mar 2018
eldfjöll

EHÍ býður í samstarfi við Leiðsögn - Félag leiðsögumanna uppá áhugaverð námskeið fyrir leiðsögumenn nú á vormánuðum.
Hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér námskeiðin og að nýta snemmskráningar til að tryggja ykkur betra verð.

Ath - nálgast má nánari upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig með því að klikka á nafn námskeiðis.

.

JÖKLA- OG LOFTSLAGSBREYTINGAR Á ÍSLANDI

Á námskeiðinu verður farið yfir þær breytingar sem hafa orðið á jöklum landsins vegna hlýnandi loftslags og fjallað um hvaða þættir hafa mest áhrif á vöxt og viðgang þeirra.

HALDIÐ FIM. 15. OG MÁN. 19. MARS KL. 19:30 - 21:30

ÁHRIF LOFTSLAGSBREYTINGA Á VISTKERFI LANDS OG SJÁVAR

Á námskeiðinu verður fjallað um þær breytingar sem hlýnun andrúmslofts hefur haft og mun hafa á vistkerfi jarðar, á láði og legi með áherslu á Ísland, og mögulegar afleiðingar þeirra breytinga á lífsskilyrði og lífsafkomu fólks.

SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 31. MARS

HVAÐ ER AÐ GERAST Í ELDSTÖÐVUM ÍSLANDS?

Á námskeiðinu verður fjallað um eldfjöll á Íslandi, virkni þeirra og tengsl við flekaskil, flekahreyfingar og heitan reit. Á Íslandi eru meira en 30 virk eldstöðvakerfi. Skýrðar verða helstu aðferðir sem beitt er til að segja til um virkni eldstöðvanna, kvikusöfnun undir þeim og líkur þess að gos sé í aðsigi.

SNEMMSKRÁNING TIL OG MEÐ 25. MARS
Félagar í Félagi leiðsögumanna fá 15% afslátt af námskeiðsgjaldi þessa námskeiðs. Takið félagsaðild fram í athugasemdareit við skráningu.

ICELANDIC ROOTS - ÆTTFRÆÐIVEFUR

Í upphafi námskeiðs verður sagan rifjuð upp og farið í nokkrum orðum yfir ástæður þess að fólk fluttist frá Íslandi til Ameríku. Fjallað verður um vefinn icelandicroots.com sem geymir mikinn fjársjóð upplýsinga um ævi og störf Íslendinga á Íslandi og í Ameríku sem og afkomendur íslensku landnemanna.

SNEMMSKRÁNING ER TIL OG MEÐ 31. MARS
Þetta námskeið er ekki haldið í samstarfi við Leiðsögn en gæti verið áhugavert fyrir félagsmenn