Næstu námskeið hjá Endurmenntun HÍ

skrifað 20. jún 2016
6b906dec-e31d-4b37-8cf1-a35ea4cefdc9

Vekjum athygli á næstu námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ í samstarfi við Félag leiðsögumanna

Íslenski hesturinn

Á námskeiðinu verður fjallað um uppruna og sögu íslenska hestsins, tilgang hans í samfélaginu í fortíð og nútíð, eiginleika, gangtegundir, frjósemi, uppvaxtarskilyrði, frístundahestinn, keppnishestinn og ímynd hestsins við Ísland og ferðamennsku. Á námskeiðinu verður gefið yfirlit yfir uppruna, sögu og þýðingu hestsins í íslensku samfélagi í fortíð og nútíð. Fjallað er um sérstöðu og óvenjulega aðstöðu sem hesturinn hefur búið yfir og býr í raun enn yfir. Farið er yfir gangtegundir hestsins og þær greindar. Rætt er um notagildi hans í dag og menningu hér á landi sem og erlendis.
Kennari: Hinrik Ólafsson, leiðsögumaður og hestamaður
Hvenær: Mið. 5. okt. kl. 19:15 - 22:15
Snemmskráning til og með 25. sept.
Nánar um námskeiðið

Norðurljós

Á námskeiðinu verður fjallað um norðurljós og tilurð þeirra. Tæpt verður á sögulegum norðurljósaatburðum, fornum tilgátum og að lokum hvernig þekking á þeim smám saman jókst undir leiðarljósi vísindanna.

Fjallað verður um samspil sólar og sólvindsins við segulsvið jarðar og tíðni norðurljósa þannig tengd við virkni sólar. Einnig verður fjallað um gagnleg atriði varðandi norðurljósaskoðun.

Kennari: Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur
Hvenær: Mið. 26. og fim. 27. okt. kl. 20:15 - 22:15
Snemmskráning til og með 16. okt.
Nánar um námskeiðið

ATH að skrifstofa Endurmenntunar er lokið dagana 4 júlí - 2 ágúst.
Önnur áhugaverð námskeið